Láttu drauma þína leiða þig en ekki áhyggjurnar reka þig áfram

Byrjaðu þína ferð
Inga Birna

Um mig

Ég útskrifaðist sem andlegur einkaþjálfari 2024 og hlakka til að deila þessu magnaða efni til þín, efni sem breytt hefur svo mörgu í mínu lífi, mér sem leið svo vel og sá ekki þörf á að breyta neinu!

Mér líður í alla staði miklu betur. Fór í námið til að vera betur í stakk búin til að vinna með syrgjendum sem úfararstjóri en ekki vegna neinnar vanlíðanar hjá mér. Ég er búin að komast að því núna að þetta nám var það besta sem ég gat gert fyrir sjálfa mig og bara mig.

Ég er hreinlega frábær eins og ég er, fullkomlega fær um að taka ákvarðanir um mitt líf og má njóta þess sem ég elska. Það er mikið frelsi og vellíðan að komast að því. Komast að því að mistök geta allir gert og eru til að læra af þeim en ekki til að nota í niðurrif á sjálfan sig og halda sér í vanlíðan.

Einnig þurfti ég að sættast við æskuna mína og það hefði ég ekki gert nema byrja í þessu námi og hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað hún hafði mikil áhrif á líf mitt. Ekki það að æska mín hafi verið slæm, hún var mjög góð en sögð orð og framkoma annara á mótunarárum barns geta sært og minnt á sig aftur og aftur.

Við eigum öll svo margt fallegt og dýrmætt en gleymum því í amstri dagsins, hraðanum allt í kring, áreiti samfélagsmiðla og mörgu öðru um hvernig við eigum að vera.

Oft erum við upptekin/n af því að komast í líkamlegt form, verðum að laga bumbuna, ná upp þreki, lúkka almennilega, komast í dressið en hvað með andlega formið?

Andleg einkaþjálfun er markviss þjálfun fyrir alla sem vilja ná sínu allra besta andlega formi, hversu dýrmætt er að ná því formi? Stórkostleg get ég sagt þér af eigin reynslu.

Ef þú ert að upplifa

Kvíða

Þunglyndi

Depurð

Að vera týnd/ur með sjálfa/n þig

Að vera á krossgötum í lífinu

Erfið samskipti

Sjálfsniðurrif

Ofhugsanir

Neikvæðan huga

Efaðist um eigið ágæti

Lágt sjálfsmat

Að standa ekki með þér

Að bæla þig niður

Þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig

Dýrmæt vegferð að þínu allra besta formi, finnum saman leiðina að þínu andlegu formi.

Byrjaðu núna

Umsagnir

Umsögn 1
Umsögn 3
Umsögn 2

Andleg Einkaþjálfun - Námskeið

12 mánaða markviss þjálfun sem breytir lífinu þínu

Okay to be yourself

Um námskeiðið

Námskeiðið fer fram í gegnum netið og þú færð aðgang að innri vef með mikilvægum fróðleik, verkefnum, hljóð- og mynd upptökum og ýmsu öðru skemmtilegu. Námskeiðið er ætlað öllum kynjum.

Ég deili síðan einnig reynslusögum úr mínu lífi og hvernig ég hef nýtt þetta nám fyrir mig og mitt líf, en hér áður var ég að fást við, kvíða, sjálfsniðurrif af ýmsu tagi, efaðist um eigið ágæti, fannst ég oft vera fyrir og ekki eiga skilið allt það fallega sem lífið færði mér.

Á námskeiðinu færðu aðgang að vefsvæði þar sem nýtt efni er aðgengilegt 1. hvers mánaðar og sett upp þannig að þú færð einn mánuð í einu til að vinna þetta algjörlega á þínum hraða.

Markmið námskeiðsins

Að byggja þig og þitt líf upp. Það mun breyta ásýnd þinni á lífið almennt, sjálfið þitt og annara. Það tekur 12 mánuði af ástæðu, þar sem við erum yfirleitt að vinna okkur út úr margra ára (úreltu) hugsana- og hegðunarmynstrum og það tekur tíma að snúa því við.

Námskeiðið inniheldur:

  • Aðgang að leiðbeinanda í 12 mánuði
  • 12 einkatímar í gegnum netið - 60 mínútna einkatími einu sinni mánuði
  • Stuðning og hvatningu frá leiðbeinanda í 12 mánuði
  • Aðgang að innri vef í 12 mánuði þar sem er að finna fróðleik verkefni, reynslusögur og margt fleira
  • Persónulega nálgun þar sem leiðbeinandi deilir einnig reynslusögum úr sínu lífi
  • Öll gögn sem innhalda mikilvægan fróðleik, verkefni, hljóð- og myndupptökur, ásamt hugmyndum af bókum, bíómyndum, fyrirlestrum og ótal mörgu öðru

Verð

258.000 kr.

Heildarverð fyrir í heilt ár

21.500 kr. á mánuði

(miðað við 12 mánaða greiðsludreifingu)

Skráðu þig núna

Allar frekari upplýsingar og skráning: andlegeinkathjalfun.inga@gmail.com

Inga Birna Logo

Tilbúin til að hefja þína vegferð??

Það er engin betri tími en núna til að byrja þína ferð að innri frið og kraft. Hafðu samband og við finnum besta tímann fyrir þig.

Það er aldrei of seint til að byrja að lifa lífinu sem þú dreymir um!